Ekki allt í plati?

Já, mbl.is er fræg fyrir svona titlar.

Í fyrsta lagi voru stúlkan og flugeldarnir ekki allt á opnunarhátíðinni!

En í sambandi við flugeldana, lesið varlega síðustu setninguna:

"Einn af skipuleggjendum hátíðarinnar hefur sagt að flugeldarnir hafi verið ekta en ekki hafi þótt öruggt að kvikmynda þá og því hafi verið gripið til þess ráðs að búa þá með tölvu í staðinn."

Skoðið t.d. eftirfarandi vídeó. Örugglega tölvugert líka, er það ekki?


mbl.is Allt í plati í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei, að sjálfsögðu var ekki allt í plati.

Meðal annars eru ofsóknir á hendur saklausum borgurum ekki í plati.

Jújú, örugglega er hægt að benda á Bandaríkin eða önnur ríki og segja að þau geri slíkt hið sama. Hundruðir manna eru fangelsaðir á vegum Bandaríkjana í nafni "almennings öryggi" því þeir eru hugsanlega tengdir hryðjuverkum á eitthvern hátt. Ætla ég ekki að fara réttlæta þannig gjörðir á vegum Bandaríkjana. Svo ég minnist ekki einu sinni á stríðið í Írak.

Hitt er svo annað að þar í landi má gagnrýna það.

Ef við horfum svo á Kína, þá vilja sumir nú meina að þeir fari allavega ekkert yfir landsteinanna með ómannúðlegheitin sín. Tja.. reyndar sýndi BBC fram á með sannfærandi rökum að Kínversk stjórnvöld, þrátt fyrir að skrifa undir samning þess efnis að gera það ekki, hafa selt yfirvöldum í Súdan vopn, en um þá hlið málsins ætla ég mér nú ekki að fara dýpra í.

Mikilvægt er að hafa í huga þá þá staðreynd að 1.3 milljarðir manna búa í Kína, hvað er það? einn sjötti af öllum heiminum? Það má vel vera að ekki sé hægt að stjórna svo fjölmennu ríki með neinum "silkihanska", en það virðist oftar en ekki vera aðeins afsökun í stað alvöru ástæðu (þegar við förum að skoða einstök dæmi) en kínverska valdaklíkan hefur það meginmarkmið að halda völdin. Væri ekki rétt að leyfa þeim, t.a.m. sem vilja stunda Falun Gong æfingar á morgnana í friði? Reyndar þá fékk Falun gong iðkunin fjölda viðurkenninga í Kína fyrir ofsóknirnar 1999 en kennarinn hefur verið útnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Var Falun Gong allt í einu á einu ári ekki lengur "friðsöm iðkun hugar og sálar" heldur "illt og and-þjóðernissinnað cult" ? Ekkert í Falun Gong fræðunum gefur slíkt til kynna, en einn mikilvægan punkt ber að hafa í huga.

Eftir margverðlaunað starf Falun Gong iðkunarinnar og góðviljað eðli þess varð það óhjákvæmilega vinsælt. Reyndar svo vinsælt að iðkendur voru orðnir fleiri en skráðir meðlimir í kínverska kommúnista flokknum árið 1999. 70 milljónir voru taldnir Falun Gong iðkendur en aðeins voru skráðir í flokkinn á sama tíma 50 milljónir. Þá allt í einu breyttist andrúmsloftið.

Þó víða sé tekið fram í Falun Gong fræðum að hver sem blandar pólitík á einhvern hátt við iðkunina er ekki talinn vara iðkandi og að kenna þessar æfingar verður að vera gjaldfrjálst að öllu leiti, óttaðist kínverski kommúnista flokkurinn að hann myndi missa völdin.

Þá notar flokkurinn einfaldlega gamla áróðurs tækni sem líkja má við að mörguleiti aðferðum nasista og byrjar ofsóknir.

Áróður fjölmiðla þar í landi blandar saman hatri á Falun Gong iðkuninni og þjóðernishyggju. Hver sem kærir ekki þá sem sjást stunda þessa iðkun eru taldnir að vera svíkja sína þjóð og eru því réttlætir til dráps og pyntinga. Og fyrir þá sem stunda þetta.. þá hafa alþjóðleg mannréttinda samtök skráð yfir 3000 manns drepna á þessum forsendum en milljónir eru í þrælkunarbúðum eða sendir í "endur-menntun" (heilaþvotts program sem segir þér að "trúa" á flokkinn, annars ertu á móti Kína, menningu þess og fólki).

Eitt ógeðfeldasta dæmið er kannski það sem rannsókn kanadísku lögfræðinganna David Kilgour og David Matas sýnir fram á. En þeir halda því fram að svo kallað "organ harvesting" eigi sér stað þar í landi og eru Falun Gong iðkendur beittir því óspart. Dæmin séu fjölmörg en lýsa sér oftast þannig að fólk hafi verið tekin af heimilum sínum án uppgefnar ástæðu til fjölskyldu, það sett í einhvers konar rannsókn þar sem þvag- og blóðsýni eru meðal annars tekin en þeim síðan hópað saman, á lífi, til að bíða eftir að umsókn berist um beiðni um líffæri frá greiðendum. Iðkendurnir eru síðan skornir upp, sumir lifandi, og úr þeim fjarlægð viðeigandi líffæri. Þeir sem lifa það af eru síðan haldnir lifandi í haldi (líffærin geymast á þann hátt mun betur) til þess eins að hægt sé mögulega að selja fleiri parta líkama þeirra til annarra.

Hef ég alltaf dáðst af hinni stórmerku sögu Kína; fáar þjóðir eru jafn ríkar af því leiti til. Sú saga og menning sem Kína hefur að geyma er ómetanleg, það er ekki í plati. En Kínverski kommúnista flokkurinn, sem var stofnaður fyrir rúmlega hálfri öld síðan, er henni á engan hátt tengdur. Reyndar var hugmyndafræði Maó á þann hátt að beita ætti "cultural revolution" á sjö til átta ára fresti sem sást í bréfi hans til konu sinnar Jiang Qing (1966). Þessi umtalaða "menningar bylting" sem hann átti við er einfaldlega allt það sem má auðveldlega flokka sem trú og skoðanir (sem innihalda ekki neina upphafningu á Kínverska kommúnistaflokknum), auk sumra sem hafa fastar rætur í menningu Kína, verði fordæmdar sem hjátrú og því "eytt". (ekki alósvipað því hvernig nornaveiðarnar svo kölluðu hófust í evrópu fyrir öldum síðan).

Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur ætíð sett sig í andstöðu gagnvart sjálfri kínverskri sögu og menningu, manngæsku, mannréttindum, málfrelsi og lýðræði. Það er ekki í plati.

Hafþór Sævarsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Dark Side

Hmmm, og hvað hefur þetta að gera með fréttina og færsluna mína til að byrja með?

Það er auðvitað ekki hægt að horfa framhjá öll þessi mannréttindabrot sem framin eru í Kína, en það er frekar (reyndar mjög) leiðinlegt og óviðeigandi að þurfa að hlusta á einhvern tala um þetta í hvert sinn sem Kína er nefnt á nafn. Og hana nú!

Dark Side, 13.8.2008 kl. 21:10

3 identicon

Í þessu tilfelli a.m.k. er verið að fjalla um Kína í ströngu samhengi við Ólympíuleikana sem haldnir eru þar í landi í þessum töluðu orðum. 

Kínversk yfirvöld fengu að halda þessa sömu leika með skilyrðum sem þeir gengu að, en ákvörðunin sem tekin var að halda þá þar í landi var tekin með tilliti til þeirrar skuldbindingar.

Þessi skilyrði voru m.a. bætt mannréttindi þar í landi og fullt frelsi fjölmiðlamanna að miðla fréttum þaðan ritskoðunar-frítt.

Kínversk stjórnvöld virðast samt sem áður ekki muna eftir þessum loforðum en hafa notað leikana sjálfa í þveröfugum tilgangi. Mannréttindi fara versnandi og fjölmiðlar hafa takmarkað frelsi til að miðla upplýsingum þar úr landi.

Ólympíusáttmálinn, sem menn virðiast ekkert kannast við, er svo aftur með skýr lög um framvindu Ólympíuleikana en hann hafa kínversk stjórnvöld brotið (í það minnsta óumdeilanlega fimmtu grein) 

Fundamental Principles of Olympism

1. Olympism is a philosophy of life, exalting and combining in a balanced whole the qualities of body, will and mind. Blending sport with culture and education, Olympism seeks to create a way of life based on the joy of effort, the educational value of good example and respect for universal fundamental ethical principles.

2. The goal of Olympism is to place sport at the service of the harmonious development of man, with a view to promoting a peaceful society concerned with the preservation of human dignity.

3. The Olympic Movement is the concerted, organised, universal and permanent action, carried out under the supreme authority of the IOC, of all individuals and entities who are inspired by the values of Olympism. It covers the five continents. It reaches its peak with the bringing together of the world’s athletes at the great sports festival, the Olympic Games. Its symbol is five interlaced rings.

4. The practice of sport is a human right. Every individual must have the possibility of practising sport, without discrimination of any kind and in the Olympic spirit, which requires mutual understanding with a spirit of friendship, solidarity and fair play. The organisation, administration and management of sport must be controlled by independent sports organisations.

5. Any form of discrimination with regard to a country or a person on grounds of race, religion, politics, gender or otherwise is incompatible with belonging to the Olympic Movement.

6. Belonging to the Olympic Movement requires compliance with the Olympic Charter and recognition by the IOC.

Ég tel það alls ekki óviðeigandi að minna á Ólympíusáttmálan og brot á honum nú þegar Ólympíuleikarnir eru haldnir. Samhengið á milli mannréttindabrota kínverska yfirvalda og Ólympíuleikana sem haldnir eru nú er því skýrt í mínum huga.

Hinsvegar er ég sammála að Kína standi fyrir miklu meira en aðeins kommúnistaflokkinn þar í landi og brot hans. Menning og saga Kína, eins og ég kom áður að, er stórmerkileg og fræðandi.

Hafþór Sævarsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Dark Side

Já takk.

Dark Side, 15.8.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband