Nokkrir punktar!

1) Stúlkan byrjaði að synda þegar hún var 6 ára...

Skv. fréttinni er stúlkan 10 ára núna svo hún hefur æft sund í hátt fjögur ár.

2) Hún synti 2-3 km vegalengd í fljótinu...

Segjum að hún hafi synt 2,5km en þetta eru þá 50 ferðir í 50 metra laugum. Þvílíkt þol.

3) ...synda í kaldri á í suðurhluta Kína.

Í suðurhluta Kína er hitastigið á þessum tíma í kringum 26° til 30°.  Hvað getur áin þá verið köld? Kaldara en Viðeyjarsundið þar sem íslenskir sundgarpar synda í?

4) ...hann hefði sjálfur synt með dóttur sinni.

Áin er þá vel syndanleg. 

5) ...stúlkuna hafa fengið hugmyndina eftir að hafa séð sund af þessu tagi í sjónvarpsþætti.

Höfrungasund er ekki nýtt af nálinni.

6) ...svo hún geti látið þann draum sinn rætast, að synda yfir Ermarsundið.

Æfingin skapar meistarann. Ekki var Örn Arnarson fæddur sundkappi?

 

Og þá spyr ég bara, eru miklar líkur á því að hún drukkni eftir 4ra ára æfingu? Heldur fólk virkilega að pabbinn hefði bundið hana ef hann treysti henni ekki? Heldur fólk að hann sé umhyggjulaus geðsjúklingur sem bindur dóttur sína og vona að hún drukkni? Og drukknaði hún? Neihei. En hvað þýðir það þá? Hún er hæfileikarík!

Ég vorkenni bara pabbanum. Kannski var það óþarfi að binda stúlkuna. Með þessu er hann að kalla fordómar yfir sig... 


mbl.is Lét 10 ára dóttur sína synda bundna á höndum og fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband