Nýir tímar?

Goðsögnin Henry er farinn frá Arsenal, þá er þetta loksins endanlega staðfest.

En hvað verður um Arsenal liðið? Wenger hefur verið tregur til að skrifa undir nýjan samning svo mér finnst að brottfar Henrys til Barcelona sé greinilegt merki um það að franski hagfræðingurinn sé að kveðja líka. Ég sé fyrir mér að Wenger fari til Barca enda hefur Rijkaard ekki staðið undir væntingum á nýliðnu leiktíð og menn talað um breytingar. Fréttin um Yaya Toure styður enn frekar staðhæfingu mína enda hefur Wenger verið mikill aðdáandi Yaya, yngri bróðir Kolo Toures miðvarðar hjá Arsenal. Stjórnarmenn Barcelona eru því greinilega að undirbúa komu Wengers til Spánar og vilja eflaust vera á undan Real Madrid í að krækja í stjórann. Ekki má gleyma að Arsenal og Barcelona hafa gert mörg viðskipti, s.s Overmars, Petit, Sylvinho, van Bronckhorst og núna Henry.

Ef Wenger yfirgefur Arsenal þá er ég hræddur um að leikmenn feta í sömu sporin. Það eru því nýir tímar í væntum hjá Arsenal (og Barcelona) og við höfum þegar fengið smjörþefinn af þeim.

Að lokum kemur klísjukennd setning: Það verður fróðlegt að sjá áframhaldið.


mbl.is Henry mættur til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband